Lögreglan í Los Angeles hefur birt myndband af hræðilegri skotárás sem átti sér stað í fyrra,
Myndbandið sýnir hvíta jeppa keyra inn á bílastæði hjá bensínstöð. Úr jeppanum koma svo tveir vopnaðir og grímuklæddir menn. Annar þeirra hleypur að bíl sem er lagt bensíndælu og skýtur bílstjórann ítrekað. Hinn maðurinn skýtur á annan mann sem er kom út úr bensínstöðinni. Mennirnir hlaupa svo aftur inn í hvíta jeppann og bruna í burtu. Allt þetta tók aðeins nokkrar sekúndur. Lögreglan telur að glæpamennirnir hafi vitað að fórnarlömb sín hafi verið á bensínstöðinni og þetta hafi ekki verið handahófskenndur glæpur.
Í árásinni lést maður að nafni Marquette Scott en hann var 32 ára gamall. Lögreglan hefur ekki neinn undir grun þrátt fyrir að tæpar 7 milljónir króna séu í boði fyrir upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist.
Vonast er til að birting myndbandsins muni leiða til nýrra vísbendinga eða vitna í málinu.