Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Grímuskylda dæmd ólögleg: „Þetta eru augljós vonbrigði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær úrskurðaði dómari við alríkisdómsstól Flórída í Bandaríkjunum að reglugerð um grímuskyldu í flugvélum, lestum og öðrum almenningssamgöngum stæðist ekki lög. Við úrskurðinn féll reglugerðin úr gildi. Tæp vika er síðan heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum framlengdu gildistíma reglugerðarinna til 15. maí.

Rúv segir frá því að dómarinn, Kathryn Kimball Mizelle starfi við dómstól í Flórída en þar sem um er að ræða alríkisdómsstól, hafa úrskurðir Kathryn áhrif um allt land. Því er grímuskylda í almenningssamgöngum og byggingum tengdum þeim, úr sögunni. Að sögn samgönguyfirvalda í Bandaríkjunum verður reglugerðinni ekki framfylgt héðan í frá, í ljósi dómsins.

Talskona Hvíta hússins, Jen Psaki, segir úrskurðinn valda vonbrigðum: „Þetta eru augljós vonbrigði og Sóttvarnarstofnun mælir áfram eindregið með grímunotkun í almenningssamgöngum.“

Skyldan var fyrst sett á í febrúar á síðasta ári. Víða hefur henni verið mótmælt síðan og þrásinnis komið til deilna og í sumum tilfella átaka milli flugliða og farþega sem neituðu að bera grímur.

Ekki er grímuskyldan eina Covid-19 tengda sóttvarnarreglugerðin sem hefur verið kærð til dómstóla. Hæstiréttur úrskurðaði í janúar á þessu ári að ríkisstjórninni mætti ekki setja reglur um bólusetningarskyldu starfsfólks hjá stórum einkafyrirtækjum. Áfrýjunardómstóll komst þó að þeirri niðurstöðu í þessum mánuði að reglugerð ríkisstjórnarinnar um bólusetningaskyldu opinberra starfsmanna væri lögleg.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -