Ótrúlegt atvik átti sér stað í Wasco í Kaliforníu.
Íbúar í smábænum Wasco trúðu varla eigin augum á föstudaginn í síðustu viku en þar gekk um bæinn maður að nafni Rosendo Tellez með afskorinn fótlegg af manneskju eins og ekkert væri eðlilegra. Ekki nógu með það þá náðist Tellez á myndband að borða fótlegginn en samkvæmt lögreglu bæjarins fann mannætan útliminn við lestarteina fyrr um daginn. Þar varð maður fyrir lest og skarst fótleggurinn af manninum og ákvað Tellez að hirða fótlegginn.
Tellez, sem var eftirlýstur áður en þetta atvik átti sér stað, var handtekinn samdægurs og hefur verið ákærður fyrir ýmsa glæpi eins og að fjarlægja líkamsleifar mannsins. Hann er nú í varðhaldi og verður færður fyrir dómara seinna í dag.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér en það er ekki fyrir viðkvæma.