Breski miðillinn DailyMail hefur greint frá því að gróft myndefni sem sýni börn hafi fundist í síma sem sagður er tilheyra Juliu Faustyna. Julia steig fram í sviðsljósið fyrr á árinu og sagðist vera viss um að hún væri í raun Madeleine McCann sem hvarf sporlaust í maí árið 2007. Rannsóknir leiddu í ljós að Julia væri pólsk að uppruna en fór Julia í kjölfarið til Bandaríkjanna á vegum Fiu Johanson, sem segist vera rannsóknarmiðill. Var það Johansson sem tilkynnti málið til lögreglu og afhenti þeim síma Juliu en málið er litið alvarlegum augum.
Í langri yfirlýsingu Juliu segist hún ekki vera barnaníðingur heldur þolandi barnaníðings. „Það var ekki ætlun mín að hryggja eða vekja neikvæðar tilfinningar hjá nokkrum manni, sérstaklega ekki hjá McCann-fjölskyldunni.“ Þá gagnrýdi hún vinnbrögð rannsóknarmiðilsins og sagði hana hafa neitað að afhenda sér gögn er varða erfðafræðirannsóknina sem hún gekkst undir. Johannsson svaraði ásökunum Juliu í viðtali við breka miðilinn The Mirror þar sem hún kallaði Juliu óþroskaða og berskjaldaða. Þar að auki taldi hún Juliu ekki heila á geði og sagði hana hafa flúið aftur til Póllands til þess að dvelja hjá föður sínum.
Engar nýjar vísbendingar hafa fundist á máli Madeleine frá því í apríl á síðasta ári þegar þýski kynferðisbrotamaðurinn Christian Brueckner var talinn sakborningur í málinu. Hann afplánar nú dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum og fullorðnum sem áttu sér stað í Portúgal. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið formlega ákærður.