Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Guðjón vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael: „Verður að ráðgast við þjóðina beint“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umræða um samband Íslands við Ísrael hefur sjaldan verið meiri og er ástæðan hernaðaraðgerðir Ísrael á Gaza. Mörgum Íslendingum er svo nóg boðið að þeir vilja helst ekki taka þátt í Eurovision, þjóðaríþrótt landsins, verði Ísrael með. Sama má segja um fyrirhugaðan landsleik Íslands við Ísrael í mars. Guðjón Idir vill meina að Íslandi eigi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

„Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar,“ skrifar Guðjón í pistli á Vísi. Hann telur að undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýni fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna. 

„Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð.

Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðu þjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar.“

„Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana,“ skrifar Guðjón að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -