Sautján ára unglingur var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að lokka til sín fatlaða stúlku í afskekktum garði í fyrrasumar við Highsted Road í Sittingbourne, Kent í Bretlandi. Pilturinn, þá sextán ára að aldri, stakk stúlkuna ótal sinnum með hnífi. Drengurinn er sagður hafa haft þráhyggju fyrir Ted Bundy, einum þekktasta raðmorðingja sögunnar, en sá myrti fleiri en 25 konur á hrottafenginn hátt. Unglingurinn er sagður hafa litið upp til hans og verið honum innblástur þegar hann framdi ódæðið. Drengurinn hafði verið að horfa á myndina Conversations with a Killer: The Ted Bundy Tapes með kærustu sinni.
Samkvæmt DailyMail er tekið fram að dómstóll Maidstone Crown segir piltinn, sem af lagalegum ástæðum var ekki hægt að nafngreina, hafi ráðist á fatlaða stúlkuna í fyrrnefndnum garði, tekið fyrir munninn á henni og stungið hana ítrekað í andlit, háls, brjóst, kvið, handleggi og fætur, rænt símanum hennar og skilið hana eftir með yfir hundrað blæðandi stungusár í runna til að deyja.
Það er talið kraftaverk að stúlkan hafi komist lífs af eftir að hún fannst meðvitundarlaus um sjö klukkustundum síðar í runnanum eftir árásina. Var hún þá í mikilli lífshættu vegna sáranna sem hún hlaut eftir stungurnar en pilturinn hafði skipulagt árásina þar sem upp komst um samskipti hans við kærustuna sína varðandi verknaðinn. Drengurinn hafði þá verið að leita sér óhugnanlegra upplýsinga á netinu. Þar leitaði hann meðal annars að: „hvernig á að drepa með hnífi“, „hvernig á að drepa einhvern“ og „hæsti dómur fyrir morð í Bretlandi“.
Talið er að stúlkan hafi orðið fyrir valinu vegna fötlunar hennar en samkvæmt skilaboðum sem fundust í síma drengsins, og voru send sex mánuðum fyrir fyrrgreinda árás, sést þar sem hann kallar stúlkuna öllum illum nöfnum og lýsir grimmdarlegri andstyggð sinni á fötlun hennar.