Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Háfleikmaður réðst á áhorfendur – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tyson Bell, leikmaður Halifax Thunderbirds, réðst á tvo áhorfendur eftir tapleik.

Háfleikmaðurinn kýldi einn áhorfanda og hlaut áhorfandinn minni háttar áverka á andliti eftir kjaftshöggið. Þá sló Bell einnig háfi sínum í annan áhorfanda en hann sakaði ekki á sögn fjölmiðla vestanhafs.

Árásin átti sér stað eftir að lið Bell tapaði fyrir Colorado Mammoth í háfleik í Denver og er greinilegt er að áhorfandinn sem Bell kýldi sagði eitthvað við leikmanninn þegar hann gekk af vellinum en ekki liggur fyrir hvað sagt var.

Hinn þrítugi Bell þarf að mæta í réttarsal þann 22. janúar næstkomandi að svara fyrir afbrot sitt en lið hans hefur sett hann á bann meðan málið er rannsakað. Bell hefur haft orðspor á sér fyrir að vera skapstór háfleikmaður.

„Þetta er ekki eitthvað sem gerist í atvinnumennsku í íþróttu en þegar það gerist á það til að verða mjög mjög stórt,“ sagði háfleiksíþróttafréttamaðurinn Dan Arestia um atvikið. „Það sem hann gerði er óafsakanlegt en hann hefur aldrei gert eitthvað svona áður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -