Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Háhyrningur skvetti saur yfir áhorfendur SeaWorld: „Þetta lyktaði hræðilega og fólk kúgaðist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Háhyrningur nokkur gaf skít í áhorfendur á sýningu SeaWorld í San Antonio í gær, bókstaflega.

Á miðri sýningu í SeaWorld í San Antonio sást hvar háhyrningur dýfði sér á bólakaf en vatnið varð ansi brúnt, enda skila hvalir af sér fæðu eins og önnur dýr. Áhorfendum brá nokkuð í brún við þessa sjón á meðan sumir hlógu. Þau snarhættu þó að hlæja um leið og háhyrningurinn gerði það sem hann er þjálfaður til að gera; skvetta vatni á áhorfendur. Stærðarinnar gusa slettist yfir saklausa áhorfendurna sem fengu aðeins meira en þeir bjuggust við þegar þeir borguðu sig inn á sýninguna.

Einn áhorfendanna sagði í viðtali við fjölmiðla að lyktin hafi verið hræðileg. „Við bjuggumst við að blotna, þar sem við sátum svona nærri, en ekki svona. Þetta lyktaði hræðilega og fólk kúgaðist.“

SeaWorld sagðist harma atvikið í tilkynningu sem birtist í dag. „Við hörmum þennan óheppilega atburð og stígum öll skref til að tryggja öryggi og þægindi gesta okkar. Teymið okkar fylgdi settum samskiptareglum til að lágmarka heilsufarsáhættu og mun endurskoða verklagsreglur okkar til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“

Og auðvitað náðist myndskeið af þessu sem hefur nú farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana en það er hægt að sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -