- Auglýsing -
Fimmtán eru látnir, þar af að minnsta kosti sjö börn og fjórir kennarar, eftir skotárás á skóla í borginni Isjivsk í miðhluta Rússlands í dag. Þá eru 21 særðir eftir árásina en tveir öryggisverðir við skólanna eru meðal hinna látnu.
Byssumaðurinn, sem var fyrrverandi nemandi við skólann, var í bol með hakakrossi framan á þegar hann ruddist inn í skólann. Áður en lögregla náði til hans svipti hann sig lífi. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Rússlandi og Vladimír Pútín Rússlandsforseti kallar árásina hryðjuverk.
Í rússneskum fréttamiðlum í dag hafa birst myndbönd og myndir sem sýna blóð á veggjum skólans og nemendur sem flýja í dauðans ofboði út á skólalóð. Byssumaðurinn hefur verið nafngreindur í fjölmiðlum, Atem Kazanstev en hann var vopnaður tveimur skammbyssum.
Myndir í rússneskum miðlum sýna hann liggjandi, lífvana í blóði sínu, í bol með mynd af hakakrossi og með lambúshettu á höfðinu.
Myndband sem sýnir börn og kennara leita sér skjóls með árásinni stóð má sjá hér.