Hákarl réðst á ungan dreng á Bahama-eyjum.
Á mánudaginn á Paradísarhótelinu á Bahama-eyjum var ráðist á 10 ára dreng af hákarli og drengurinn bitinn. Hótelið býður upp á þá skemmtun að synda með hákörlum en slíkt er vinsælt á Bahama-eyjum Myndband náðist af fjölskyldunni reyna koma drengnum í öruggt skjól en í myndbandinu má heyra mörg hávær öskur og ljóst að mikil hræðsla greip fjölskylduna.
Samkvæmt hinn konunglegu lögreglu á Bahama-eyjum var drengurinn bitinn í hægri fót og var fluttur á spítala. Ekki liggur fyrir hversu alvarlegt bitið er. Fyrirtækið sem sér um þessa skemmtun á hótelinu hefur lokað fyrir hana meðan málið er rannsakað. Tegundirnar af hákörlum sem voru með fjölskyldunni í vatninu kallast „Nurse shark“ og „Caribbean reef shark“ en ekki er vitað hvernig hákarl réðst á drenginn.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hérna.