„Komdu þér upp úr vatninu!“ heyrist í myndbandi af hákarli hringsólandi við strönd eina í Flórída. Svo virtist sem hann væri að eltast við fisk.
Strandgestum í Navarre, Flórída var heldur betur brugðið þegar hákarl birtist skyndilega og synti meðal þeirra. Svo virtist sem hákarlinn væri að eltast við fisk.
Myndskeið náðist af atburðinum en ABC News birti það. Sjáðu það hér að neðan:
Öryggisstjóri strandarinnar sagði í viðtali við New York Post að fólk hefði ekki þurft að hafa neinar áhyggjur þar sem hákarlinn hafi verið meinlaus. Það syndi margir hákarlar nær ströndinni og sagði hann að í 99,9 prósenta tilvika væri engin hætta á ferðum.
Hákarl getur orðið 450 kíló á þyngd og hátt í 18 metra á hæð.