Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Haltrandi Pútín í óvæntri heimsókn á Krímskaga – Sjáðu myndbandið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vladimir Pútín sást haltra í óvæntri heimsókn sinni á Krímskaga en vangaveltur hafa lengi verið um heilsu hans. Forsetinn fór í heimsóknina daginn eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum vegna stríðsglæpa.

Að sögn rússneskra fjölmiðla, ögraði hinn sjötugi Rússlandsforseti, Vesturveldunum með heimsókn sinni á Krímskagann. Myndskeið var birt af honum þar sem hann er staddur í Sevastopol-flotastöðinni sem Úkraínumenn hafa ítrekað gert árásir á undanfarna mánuði.

Tilefni heimsóknarinnar er níu ára afmæli hinnar ólöglegu yfirtöku Rússlands á Krímskaga. Pútín sást með borgarstjóra hins hernumda Sevastopol-borgar, Mikhail Razvozhayev en þeir voru umkringdir sex stæðilegum lífvörðum og klæddir í skotheld vesti.

Hinn sjötugi forseti virtist líða hálf óþægilega á göngu sinni á Krímskaga og haltraði, en slíkt var ekki að sjá er hann sást í Moskvuborg fyrr í vikunni og í síberísku borginni Ulan-Ude.

Borgarstjórinn sagði að búist hafi verið við því að Pútín myndi mæta í myndfundasímtal en birtist svo óvænt á skaganum. „Vladimir Vladimirovich kom hingað sjálfur, keyrandi,“ sagði hann og hélt áfram: „Af því að þetta er svo sögulegur dagur, þá stendur forsetinn alltaf með Sevastapol og íbúa þess. Landið okkar á ótrúlegan leiðtoga.“

Með Pútín í för var einnig biskup Rétttrúnaðarkirkjunnar, Tikhon Shevkunov en hann hefur líkt einræðisherranum við keisarann Pétur Mikla. Ólíkt áður að undanförnu, sást Pútín í mikilli nálægð með fólki í Sevastopol í dag, ólíkt í gær, er hann hélt mikilli fjarlægð þegar hann ávarpaði ólígarka og viðskiptaleiðtoga.

- Auglýsing -

Síðan að stríðið hófst í Úkraínu hafa verið uppi raddir um að Pútín ætti við heilsuvandamál að stríða og hafa sumir gengið svo langt að tala um krabbamein en það hefur aldrei fengist staðfest. Því hefur verið haldið fram að hann notist við tvífara í sumum tilvikum.

Fréttin er unnin upp úr frétt Daily Mail.

Hér má sjá einræðisherrann haltra á Krímskaga:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -