Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa hótað því að enginn gísl muni komast frá Gasasvæðinu á lífi verði kröfur þeirra ekki samþykktar. Þann 7.október tóku Hamas-liðar fjölda fólks sem gísla en þar á meðal voru bæði börn og konur.
Hamas-liðar slepptu hluta gíslanna í lok nóvember meðan á vopnahlé stóð á svæðinu en ekki liggur fyrir hversu margir eru enn í haldi. „Hvorki fasistaóvinurinn, og hrokafull forysta hans, né stuðningsmenn hans geta fengið fanga sína á lífi án þess að skiptast á og semja og mæta kröfum andstæðingsins,“ sagði Abu Obeida, talsmaður Hamas, í dag.