Fimmtudagur 19. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Harmleikur á góðgerðarsamkomu í Nígeríu – Minnst þrjátíu börn troðin til bana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti 30 börn létust í troðningi í tívolíi á gær í suðvesturhluta Nígeríu, að sögn yfirvalda.

Atvikið átti sér stað í íslamska menntaskólanum í Basorun í Lagos Oyo-fylki, . Öryggissveitir mættu á staðinn og handtóku skipuleggjendur viðburðarins, sagði ríkisstjórinn Seyi Makinde í yfirlýsingu.

„Fyrr í dag átti sér stað atvik í Islamic High School Basorun, vettvangi viðburðar sem skipulagður var fyrir fjölskyldur. Því miður hefur troðningur á vettvangi leitt til dauða og meiðsla fjölda barna. Þetta er mjög sorglegur dagur,“ sagði Makinde.

„Við samhryggjumst foreldrunum en gleði þeirra hefur skyndilega breyst í sorg vegna þessara dauðsfalla,“ bætti hann við.

Almannavarnir Nígeríu segist hafa sent lið til að aðstoða við að veita fórnarlömbunum aðstoð. Börn sem slösuðust voru flutt á sjúkrahús þar sem foreldrar voru beðnir um að kanna hvort þar leyndust týnd börn þeirra.

Myndbandsupptökur sem virðast vera frá vettvangi sýndu mikinn mannfjölda, aðallega börn horfa á þegar fjöldi barna voru flutt burt af opnu svæði. Staðbundnir fjölmiðlar tilgreindu skipuleggjendur viðburðarins sem Women In Need Of Guidance and Support Foundation, sem hélt svipaðan viðburð fyrir börn á síðasta ári.

- Auglýsing -

Hópurinn var að undirbúa að hýsa allt að 5.000 ungmenni á viðburðinum í ár, að því er Oyo-útvarpsstöðin Agidigbo FM greindi frá á þriðjudag og vitnaði í skipuleggjendurna sem höfðu verið í viðtali á stöðinni. Börn „munu vinna spennandi verðlaun eins og námsstyrki og aðrar ríkulegar gjafir,“ sögðu þau.

Rannsókn hefur verið hafin á orsökum slyssins, sagði Makinde og bætti við „hver sá sem átti beinan eða óbeinan þátt í þessum hamförum verður dreginn til ábyrgðar.“

Sjá má umfjöllun Daily News um málið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -