Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Harry Klein“ liggur á dánarbeðinum: „Hún höndlar aðstæðurnar ótrúlega vel“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þýski leikarinn Fritz Wepper, sem þekktastur er á Íslandi fyrir hlutverk sitt sem Harry Klein í sakamálaþáttunum Derrick, liggur á dánarbeðinum sínum á hjúkrunarheimili í Efri-Bæjaralandi. Þar er honum veitt líknandi meðferð en hann er hættur að taka lyfin sín.

Fritz, (82) hefur verið á hjúkrunarheimilinu síðustu daga en eiginkona hans, Susanne Kellermann, (49) og dóttir þeirra Filippa (12) hafa verið við hlið hans á þessum síðustu metrum hans, samkvæmt Bild.

„Hún höndlar aðstæðurnar ótrúlega vel,“ sagði Susanne um dóttur þeirra í samtali við Bild. „Hún er mjög umhyggjusöm, gleður hann, segir honum margt og skreytir herbergið hans með myndum.“

Síðasti spölurinn

Fregnir af dánarlegu Fritz kemur Þjóðverjum ekki á óvart en hinn margverðlaunaði og vinsæli leikari hefur undanfarin ár átt við mikil veikindi og persónuleg áföll að stríða.

Í desember síðastliðinn var hann fluttur á sjúkrahús með blóðeitrun og fékk þá einungis líknandi meðferð, þannig að það var strax ljóst þá að nú væri komið að endasprettinum. Fritz fékk einnig blóðeitrun fyrir tíu árum síðan og var þá heppinn að lifa af. Árið 2021 fékk leikarinn góðkunni húðkrabbamein og var æxlið fjarlægt. Í fyrra lést svo bróðir hans, leikarinn Elmar, óvænt, 79 ára að aldri en þeir voru nánir.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að Fritz sé kominn á endastöð er hann ánægður að fá heimsóknir og er í góðu formi andlega, samkvæmt þýskum fjölmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -