Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Heimilt að neita samkynhneigðum um þjónustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

CNN greinir frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað vefforritara í vil með tilliti til tjáningarfrelsis eftir að hún kaus að neita samkynhneigðum um þjónustu á grundvelli trúarskoðana sinna.

Konan, sem hefur rekstur sinn í Colorado fylki Bandaríkjanna, er kristinnar trúar og þegar hún beindi sjónum sínum að þeim markaði sem umlykur brúðkaup ákvað hún að birta vefsíðu sem útskýrði hvers vegna hún neitaði samkynhneigðum um þjónustu sína.

Málið er talið bjóða fleiri rekstraraðilum þann möguleika að hafna því að veita minnihlutahópum þjónustu. Með úrskurðinum er vefforritun samþykkt sem tjáning frekar en framkvæmd og falli því undir lög um tjáningarfrelsi og má því færa rök fyrir því að margskonar atvinnugreinar og fyrirtæki geti nú fært rök fyrir því að rekstur þeirra byggi á framleiðslu sem feli í sér tjáningu.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar með þeim hætti að unnt sé að hafna einstaklingum um þjónustu á grundvelli kynhneigðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -