Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Heimir vill einn umdeildasta leikmann heims í landsliðið: „Allir eigi rétt á að fá annað tækifæri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, vill gefa Mason Greenwood tækifæri.

Mason Greenwood er einn umdeildasti knattspyrnumaður heims en hann er leikmaður Manchester United og er í láni hjá spænska liðinu Getafe. Greenwood var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans birti hljóðupptökur þar sem virðist vera svo að leikmaðurinn nauðgi henni. Málið var hins vegar látið niður falla í febrúar og er Greenwood ennþá í sambandi með kærustu sinni sem birti upptökurnar.

Greenwood er einn af efnilegustu knattspyrnumönnum heims en ljóst er að hann mun ekki fá tækifæri til að spila með enska landsliðinu á næstunni vegna málsins. Upp hefur komið sú staða að hann spili með landsliði Jamaíka en leikmaðurinn á ættir að rekja til landsins. Landsliðsþjálfari Jamaíka er Heimir Hallgrímsson og virðist þetta nauðgunarmál sé ekki vandamál í huga hans.

„Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp,“ sagði Heimir í viðtali á Stöð 2 um málið og dyrnar væru opnar fyrir Greenwood vilji hann spila með landsliðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -