Henry A. Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn. Henry var fæddur í Þýskalandi 27.maí árið 1923 og var hann því 100 ára gamall er hann lést í gær en ekki hefur verið greint frá dánarorsök.

Fjölskylda Kissinger, sem var af gyðingaættum, flúði til bandaríkjanna árið 1939. Kissinger varð síðar einn áhrifamesti diplómat Bandaríkjanna og sinnti hann starfi utanríkisráðherra þegar Richard Nixon sat í forsetaembætti. Hann lætur eftir sig eiginkonu sem hann var giftur í nærri hálfa öld. Kissinger átti einnig tvö börn úr fyrra hjónabandi og fimm barnabörn.