Nágrannagoðsögnin Ian Smith var sagt að hann myndi ekki lifa fram að marsmánuði, eftir að hafa barist við árásargjarnt form lungnakrabbameins, en nýlegar fréttir frá læknunum hafa gefið honum von um framlengingu á lífi.
Ian Smith, ástsæli leikarinn sem lék Harold Bishop í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum (e. Neighbours) í áratugi, var sagt að hann myndi ekki lifa fram í mars eftir að hafa verið greindur með árásargjarnt og sjaldgæft lungnakrabbamein. Nú, í gleðilegri uppfærslu, sýnir hinn 86 ára gamli leikari að hann er að storka líkunum.
„Þess vegna er ég með þetta heilsteypta glott á andlitinu,“ segir Smith þegar Sian Cain hjá The Guardian ræddi við hann. „Fyrir utan að vera 86 ára líður mér vel. Ég er ekki með verki. Ég veit að ég er með krabbamein því læknarnir eru alltaf að segja mér að ég sé með það.“
Í desember 2024 tilkynnti Smith að hann væri að yfirgefa Nágranna fyrir fullt og allt eftir að hafa verið greindur með lungnakrabbamein. Læknirinn hans, yfirbugaður af tilfinningum, grét meðan hann flutti fréttirnar. Smith neyddist til að sjá heiminn á annan hátt. „Ég byrjaði að gera mjög dramatíska hluti, eins og að horfa á hvert sólsetur, horfa á börn leika sér. Vikuna áður hefði ég drepið þau!“ grínast hann.
Eftoir að honum var sagt að hann myndi ekki lifa lengur en fram að mars, bjó Smith sig undir hið óumflýjanlega. „Að deyja breytir því hvernig þú lifir,“ viðurkennir hann. „Ég segi til einskis að ég sé betri manneskja núna, en ég held að ég fyrirgefi meira, sé skilningsríkari. Það er synd að ég hefði ekki getað komist að öllum þessum skilningi [áður en] ég var veikur, ég hefði getað gert einhverjum gott í heiminum.“
En svo kom plott sem enginn höfundur sápuópera gat skrifað. Eftir að hafa byrjað lyfjameðferð og ónæmismeðferð hringdi læknirinn hans með óvæntar fréttir. Hann sagði Guardian hvernig það væri „ekki rauður blettur í sjónmáli“ í síðustu skoðun hans.
Lífslíkur hans hafa nú verið færðar aftur til jólanna 2026 „Ég er á þessum fyndna, tóma stað,“ útskýrir hann. „Þeir geta ekki sagt að krabbameinið sé farið, í raun mega þeir ekki, því það hefur komið aftur í annað fólk og það hefur dáið af því. En satt að segja, ef þeir segðu mér að það væri komið aftur núna, þá væri ég tilbúinn í þetta skiptið.“
Smith gaf Harold Bishop líf af og til í meira en 21 ár, og varð kunnuglegt andlit áhorfenda Ástralíu og Bretlands og reyndar Íslands líka. Svo mikið að honum fannst eins og það yrði erfiðara að líta á hann sem aðra persónu á ferlinum.
Fyrir mann sem átti að deyja innan nokkurra vikna er Smith eins skarpur og alltaf. „Menningarlegt mikilvægi!“ fagnar hann eftir að hafa frétt að heimildarmynd um reynslu hans var gefið grænt ljós fyrir styrk. „Ég hringdi í umboðsmann minn og sagði: „Ég gef þér leyfi til að segja vinum þínum að þú þekktir mig.“
Þrátt fyrir persónulegar sorgir, þar á meðal að missa eiginkonu sína Gail úr krabbameini árið 2019, er Smith enn þakklátur fyrir að lifa „mesta forréttindalífinu“.
Það reyndi aldeilis á átríðu hans fyrir lífinu fyrir áramót þegar hann uppfyllti hæfisskilyrði fyrir dánaraðstoð (VAD).
Síðan, sagði hann, spurði lyfjafræðingur hvort hann vildi fá lyfin send heim til sín. Hann neitaði því fljótt þar sem það hefði freistað honum að taka lyfin þegar hann yrði í lægð. En í stað þess að skipuleggja dauðann, fagnar hann nú þeim tíma sem hann á eftir.