Hin dvergvaxna TikTok-stjarna Hasbulla var handtekin ásamt nokkrum vinum sínum, í Dagestan í síðustu viku fyrir brot á umferðalögum. Samkvæmt þeim voru þeir að fagna brúðkaupi vinar þeirra.
Hasbulla öðlaðist frægð í gegnum TikTok á tímum Covid. Þar deildi hann myndskeiðum af sér og erki óvini sínum Abdul Rozik í deilum fyrir bardaga sem átti að eiga sér stað á milli þeirra. En ekkert varð úr því. Hann var þó ekki lengi að grípa athygli fólks með persónuleika sínum og krúttlegum hlátri.
Þrátt fyrir mikinn misskilning fólks vegna hæðar og útlits hans þá er hann í raun fæddur árið 2002. Mikill skortur á vaxtahormónum gerir það að verkum að hann lítur nánast út eins og barn.
Á myndskeiði sem birtist á Twitter sést hvar Hasbulla og félagar hans reykspóluðu í hringi á gatnamótum en með athæfinu stöðvuðu þeir umferðina.
Eftir að fréttirnar um handtöku hans bárust almennings gaf hann frá sér yfirlýsingu á Instagram og sagði „Við ákváðum að skemmta okkur smá. Það mun ekki gerast aftur, við biðjumst afsökunar.“ Hann sagðist meðal annars ekki hafa verið sá sem var að keyra þegar atvikið átti sér stað.
Hasbulla hefur nú verið sleppt úr fangelsi og sagði hann nýlega frá því á Twitter að hann hafi verið settur í stofufangelsi.