Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Hinn grunaði í hvarfi Maddie játaði: „Spurði hvort hægt væri að taka DNA úr barnabeinum úr jörðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dæmdi barnaníðingurinn Christian Brueckner, er nú fyrir rétti í Þýskalandi en hann er grunaður um að hafa rænt og drepið hina þriggja ára gömlu Madeleine McCann í Praia da Luiz í Portúgal í maí 2007. Fyrrum klefafélagi hans, Laurentiu Codin sagði fyrir rétti í dag að hinn þýski Brueckner hafi viðurkennt fyrir honum að hafa rænt barni í Portúgal.

Christian Brueckner játaði að hafa rænt ungri stúlku úr sumarfríshúsi sínum í Algarve, sagði fyrrverandi klefafélagi hans fyrir rétti í dag.

„Hann sagði mér að í Portúgal hefði hann stolið þar,“ sagði hann. „Hann var á svæði þar sem eru hótel og ríkt fólk býr. Hann sagði að það væri einhvers staðar opinn gluggi, hann sagði mér þetta. Hann var að leita að peningum,“ sagði Codin og hélt áfram: „Hann sagðist ekki hafa fundið neina peninga en fann barn og tók það. Hann sagði að tveimur tímum síðar hafi lögregla og hundar verið út um allt og því hafi hann farið burt, út af svæðinu.“

Enn bætti Codin við: „Ég er bara að segja það sem hann sagði mér. Hann sagði mér að með honum væri manneskja sem hann hefði átt í rifrildum við, að sögn var þetta konan hans. Hann sagðist hafa farið með barnið í bíl sinn og á þeim tíma sem lögregla og hundar voru í húsinu hafi hann ekið í burtu og látið sig hverfa. Hann spurði mig hvort hægt væri að taka DNA úr barnabeinum úr jörðu.“

Samhliða fullyrðingu Codins, sagði hann einnig að Brueckner hefði játað að hafa „rænt og nauðgað ungum stúlkum“.

Brueckner, 47 ára, er sagður hafa játað árið 2020 að hafa áður rænt ungum stúlkum og nauðgað þeim í rútu sem hann átti. Laurentiu Codin, 50, hélt því fram fyrir dómi að Þjóðverjinn hefði „trúað honum fyrir þessu“ á meðan þeir voru báðir í gæsluvarðhaldi í sama fangelsi.

- Auglýsing -

Hann sagði: „Það var talað um stelpu, ég veit ekki hvort það sem hann sagði var satt eða ekki. Hann sagðist vera með rútu og að hann hefði tekið hana þangað. Hann kvaðst halda sumum þeirra, en ekki öðrum, en aldrei sagðist hann hafa drepið þær. Við erum að tala um stelpur, ekki stráka. Ekki margar í einu, alltaf ein í einu. Hann sagði mér frá tveimur. Hann sagðist hafa tekið einhverja, stundað kynlíf með henni en hann hafi ekki drepið hana.“

Aðspurður af dómaranum hversu gamalt fórnarlamb hans hafi verið, sagði Codin: „Ég vil ekki segja einhverja vitleysu, en það var mjög ungt, pínulítið. Ég meina ungt. Í hvert skipti sem við vorum saman talaði hann um það vegna þess að hann var sannfærður um að ég væri barnaníðingur.“

Brueckner afplánar nú sjö ára fangelsi fyrir að nauðga bandarískum lífeyrisþega í Praia da Luz. Hann er nú við réttarhöld í Þýskalandi vegna ótengdra kynferðisglæpa sem meintir hafa verið framdir í Algarve á árunum 2000 til 2017. Meðal þeirra er meint nauðgun á írska ferðafulltrúanum Hazel Behan, sem var ráðist á í íbúð hennar á Praia da Rocha árið 2004.

- Auglýsing -

Brueckner er einnig sakaður um að hafa nauðgað unglingsstúlku á heimili sínu í Praia da Luz og nauðgað eldri konu í sumarbústað hennar. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru fyrir barnaníð fyrir að hafa afhjúpað sjálfan sig fyrir þýskri stúlku á strönd í Salema í apríl 2007. Síðasta ákæra hans snýr að meintum ósæmilegri afhjúpun fyrir framan 11 ára stúlku árið 2017. Hann neitar nýjustu ákærunum, auk þess að hafa einhverja aðkomu að McCann málinu.

Saksóknarar virðast ekki vera nálægt því að sanna að hann hafi staðið á bak við hvarf Madeleine, þrátt fyrir að halda því fram að þeir hafi sannanir fyrir því að hún sé látin. Þeir standa frammi fyrir þeirri martraðaratburðarás að sjá þann sem þeir gruna helst um ránið og borðið á McCann, ganga laus ef hann verður sýknaður í nýjustu réttarhöldunum. Verði Brueckner fundinn saklaus gæti hann losnað úr fangelsi á fyrri hluta næsta árs.

Sýknidómur í þessum málum myndi auka þrýstinginn á þá að ákæra Brueckner fyrir hvarf Madeleine. Réttarhöldunum á að ljúka í desember.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -