- Auglýsing -
Forseti Bandaríkjanna samþykkti á dögunum hernaðaraðstoð handa Úkraínu en hún hljóðar upp á 250 milljónir dollara. Úkraína fær send tæki til loftvarna, sprengjukúlur, skotfæri og vopn til þess að granda skriðdrekum.
Mun þetta vera seinasta hernaðaraðstoðin sem Bandaríkjamenn veita Úkraínu nema að Bandaríkjaþing komi til með að samþykkja annað. Síðustu vikur hafa miklar umræður verið um málið á þinginu en ekki lítur út fyrir að Bandaríkjamenn ætli sér að halda aðstoðinni áfram.