Hjón í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum hafa ákveðið að fara í mál við lögregluna. Forsaga málsins er sú að lögreglan í Orlando réðst inn á heimili Christian og Laurie Ann Campbell í ágúst 2020 vegna þess að lögreglunni hafði borist upplýsingar um að þau væru barnaníðingar. Þær upplýsingar reyndust á endanum vera falskar en tugir vopnaðra lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni. Myndband sem birt hefur verið af áhlaupinu sýnir hjónin vera handjárnuð í garði sínum en þau segja ekki neinn hafi skipt um bleyju hjá 18 mánaða dóttur þeirra á meðan aðgerðinni stóð yfir og hún hafi þurft að vera í pissublautum fötum tímunum saman. Þá ásaka þau lögreglumennina að hafa sagt nágrönnum þeirra að þau væru barnaníðingar. Í kærunni kemur einnig fram að Laurie Ann hafi verið stoppuð á leið með hund þeirra til dýralæknis og það hafi verið neyðartilfelli en hundurinn lést skömmu síðar. Hjónin fara fram á 10 milljónir dali í skaðabætur. Lögreglan hefur neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.