Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Hjón fengu raflost í heitum potti á hóteli í Mexíkó – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hjón sem fengu raflost í heitum potti við hótel í Mexíkó á dögunum, hafa verið nafngreind. Eiginmaðurinn lést en konan er enn þungt haldin á sjúkrahúsi.

Samkvæmt saksóknaraembættinu í Sonora-ríki í Mexíkó eru einstaklingarnir sem erlendir fjölmiðlar sögðu frá í fyrradag, en þau urðu fyrir raflosti í heitum potti á hóteli í Mexíkó, hjónin Jorge Guillen og Lizzette Zambrano.
Samkvæmt yfirvöldum á staðnum lést Jorge af völdum raflostsins sem þau urðu fyrir í heita pottinum og er Lizzette sögð illa haldin á sjúkrahúsi.

Hvað varðar það sem leiddi til þessa hræðilega slyss, segir skrifstofustjóri saksóknaraembættisins í Sonora að verið sé að rannsaka orsök raflostsins en samkvæmt skýrslum fullyrða vitni að kona hafi reynt að komast inn í heita pottinn á þriðjudagskvöld þegar hún sá Jorge og Lizzette meðvitundalaus í pottinum.

Þegar konan hafi reynt að komast að hjónunum hafi hún sjálf fengið raflost og kallaði á hjálp, sem varð til þess að nokkuð kaótísk ástand skapaðist á svæðinu, sem sést á meðfylgjandi myndbandi.

Fjölskyldur hjónanna hafa hafið söfnun GoFundMe fyrir Jorge og Lizzette en þegar þetta er ritað hefur tekist að safna 42.600 dollurum en takmarkið er 50.000. Í texta sem fylgir söfnuninni segir: „Jorga var með hjarta úr gulli og var alltaf til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. Ástin sem þau deildu var eilíf. Við erum að biðja ykkur um að hjálpa okkur að koma honum heim og hjálpa með reikninga fyrir læknaþjónustu fyrir hana.“

Embætti saksóknara í Sonora segist vera að rannsaka þetta frekar og mun birta niðurstöður sínar fljótlega.

- Auglýsing -

Fréttin er unnin upp úr frétt TMZ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -