Verðlaunafé í leitinni að morðingja Rachel Morin, hefur verið hækkað um 5.000 dollara, eða tæplega 691.000 krónur. Nú er heildin komin upp í 35.000 dollara, eða ríflega 4,8 milljónir króna.
Sjá einnig: Fimm barna móðir myrt á vinsælli gönguleið: „Ég elska Rachel, ég myndi aldrei gera henni neitt“
Viðbótin í verðlaunaféð kemur frá hlaðvarpsþættinum Mile higher, sem sérhæfir sig í sönnum sakamálum en það eru hjónin Josh Thomas og Kendall Rae, sem stjórna þættinum.
„Við erum gríðarlega þakklát Mile Higher hlaðvarpinu fyrir þeirra rausnalega framlag í Rachel Morin Reward sjóðinn,“ sagði lögmaður fjölskyldu Rachel, Randolph Rice, í yfirlýsingu. „Þessi aukning á fjármunum táknar samstöðu samfélagsins í linnulausri leit þess að réttlæti fyrir Rachel Morin. Það sendir skýr skilaboð um að við ætlum að snúa við hverjum steini í viðleitni okkar til að finna svör og draga þann sem ber ábyrgðina fyrir dómstóla.“
Nú eru liðnir næstum því hálft ár frá því að hin fimm barna móðir í Maryland, fannst myrt á vinsælli gönguleið, nærri heimili sínu í Harford-sýslu. Lögreglan á svæðinu birti myndskeið úr öryggismyndavél þar sem maður sást yfirgefa íbúð í Los Angeles en talið er að maðurinn sé morðingi Morin. Maðurinn, sem ekki hefur verið hægt að greina hver er, yfirgaf téða íbúð eftir að hafa nauðgað ungri stúlku þar, en DNA frá þeim glæpavettvangi, passaði við morðvettvanginn í Maryland.
Sjá einnig: Morðið á Rachel Morin – Lögreglan birtir myndskeið af morðingjanum
Enn hefur enginn verið handtekinn, grunaður um aðild að morðinu en Jeff Gahler, lögreglustjóri Harford-sýslu, sagði við fjölmiðla að málið væri langt í frá orðið kalt, og að menn hans hefðu fylgt eftir yfir þúsund ábendingum frá því í október.
CBS-News fjallaði um málið.