Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Hugaði ekki að stillingum Tinder og á nú kornungan kærasta: „Ég hélt að það yrði ekkert úr þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fráskilin, tveggja barna móðir í Bretlandi fann ástina á stefnumótaforritinu Tinder en nýi kærastinn er 23 árum yngri en hún og aðeins tveimur árum eldri en sonur hennar. Rachel Caudele er 48 ára, hún skráði sig á Tinder eftir að vinkona hennar hvatti hana til að prófa miðilinn. Rachel gleymdi þó að eigin sögn að stilla aldursviðmið sem varð til þess að hún lenti á hinum 25 ára gamla Alex Micheal. Parið segist hafa fallið hratt fyrir hvoru öðru og standa föst á þeirri skoðun að aldur sé ekkert meira en bara tala.

Rachel á tvo syni, 23 og 19 ára en Alex segir það ekki trufla hann. „Ég vissi að samband okkar Rachel væri öðruvísi en öll önnur, við erum svo lík, hún er frábær. Að vera með henni er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ sagði Alex.

Alex og Rachel. Mynd: Mirror

Rachel, sem skyldi við fyrrum eiginmann sinn árið 2020, segir að í byrjun hafi hún haft áhyggjur af aldursmuninum, „Alex sendi mér skilaboð, við töluðum mikið saman en ég hélt að það yrði ekkert úr þessu, hann er svo ungur.“

Alex segist hafa fengið  lánaðan bíl foreldra sinna til að sækja Rachel á fyrsta stefnumótið en þurfti að fara snemma heim, þau leyfði honum ekki að vera á bílnum yfir nótt.

Aldursmunur parsins hefur þó haft áhrif á sambandið, eftir fimm mánaða sambúð komst Rachel að því að Alex væri að senda stelpum óviðeigandi skilaboð á samfélagsmiðlum. Rachel segir Alex ekki hafa kunnað á mörk í samböndum en hefur þó fyrirgefið honum þessi svik.

Parið hefur verið saman í tæp tvö ár.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -