Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Hundaeigandi í Los Angeles fann hvolpinn sinn eftir fimm daga aðskilnað – MYNDSKEIÐ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hundaeigandi í Los Angeles fann hund sinn aftur eftir fimm daga leit í miðjum eldsvoðanum sem nú skekur borg englanna.

Vítislogarnir sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles til grunna síðustu daga hafa haft áhrif á þúsundir borgarbúa en dánartalan er komin upp í 24. Blessuð gæludýrin hafa einnig fundið fyrir eyðingarmætti eldsins en í fjölmiðlum vestra er sagt frá manninum Casey Colvin sem varð viðskilja við hundinn sinn þegar hann varð að yfirgefa heimili sitt í Pacific Palisades-hverfinu. Liz Kreutz, fréttakona hjá NBC News, sem hefur fjallað um eldana síðustu daga, deildi í gærmorgun myndskeiði þar sem sýnir endurfundina fallegu.

Svo virðist sem einhver hafi kom auga á hundinn, sem heitir Oreo í rústunum og lét Casey vita.

Á myndskeiðinu sést að Casey er frá sér numinn af ánægju þar sem hann faðmar litla loðboltann að sér, tárvotur um augun.

Að sögn Kreutz hafði Oreo sofið í rústum heimilis nágranna síns síðustu fimm daga. Casey skildi eftir mat og vatn nálægt húsi sínu í von um að hjálpa Oreo að lifa af en óljóst er hvort hvolpurinn hafi lifað vegna þess eða hvort hann hafi orðið sér sjálfur út um mat.

Palisades-eldurinn hefur brennt meira en 23.000 hektara svæði síðan hann kviknaði síðasta þriðjudag og drepið að minnsta kosti 16 manns sem og skilið fjölda gæludýra og eiganda þeirra að.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dateline NBC (@datelinenbc)

- Auglýsing -


 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -