Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hundar réðust á eiganda sinn og drápu hann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hundaræktandi lifði ekki af árás hunda.

Í gær fundust líkamsleifar hundaræktanda í Compton í Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandríkjunum en samkvæmt lögreglu staðarins lést maðurinn, á fimmtudaginn, eftir árás hunda sem hann var að rækta. Nágranni mannsins tilkynnti atvikið til lögreglu. Ekki liggur fyrir af hverju hundarnir réðust á manninn en lögreglan telur að hann hafi verið að gefa hundunum að borða þegar þeir réðust á hann.

Í bakgarði mannsins fundust fimm pit-bull hundar en þeir eru svokallaðir vígahundar og eru bannaðir á Íslandi þrátt fyrir mikil mótmæli sumra hundaeiganda. Ekki er ljóst hvað verður um hundana fimm en þeir eru eins og er í umsjón dýraeftirlitsyfirvalda í Los Angeles-sýslu. Stjórnandi þeirra vottaði fjölskyldu og vinum mannsins samúð sína og sagði að þeir myndu reyna komast að niðurstöðu í málinu til að reyna tryggja öryggi borgara og hundanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -