Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hundur stórslasaði fimm ára stúlku: „Þurfum að bíða í tvær vikur eftir næstu aðgerð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm ára stúlka í Bretlandi hlaut alvarlega áverka í andliti eftir að hundur réðst á hana fyrir utan matvöruverslun.

Barnið var flutt með sjúkrabíl á slysadeild þar sem hún gekk undir húðgræðslu. Foreldrar stúlkunnar segja atvikið vera lifandi martröð, hún hafi beðið um að fá að klappa hundinum sem réðst þá á hana. „Hún er búin að gangast undir eina aðgerð en þarf aðra í dag. Þá þurfum við að bíða í tvær vikur eftir næstu aðgerð. Mamma hennar og pabbi eru í losti og við erum að gera allt í okkar valdi til þess að létta undir með þeim,“ sagði fjölskylduvinur sem hóf söfnun fyrir fjölskylduna.

Lögregla segir að eigandinn hafi verið samvinnuþýður en dýrið var tekið af honum og mun að öllum líkindum verða aflífað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -