Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Húsleit á heimili Donald Trump – Fundu kassa með leynilegum upplýsingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

FBI fór í húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída í gær. Fyrrverandi forsetinn var ekki par sáttur og  hélt því fram að „ráðist hefði verið inn“ á heimili hans og að fulltrúar hafi brotið upp peningaskáp. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði að fulltrúar FBI hafi verið staddir á Mar-a-Lago, Palm Beach á heimili Trump meirihluta dagsins á mánudag.

Skjáskot – Mynd frá vettvangi

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur rannsakað uppgötvun skjalakassa með leynilegum upplýsingum sem fluttar voru til Mar-a-Lago eftir að forsetatíð Trump lauk.Umrædd skjöl voru sótt í janúar af Þjóðskjalasafni og skjalastjórn (NARA), sem bað dómsmálaráðuneytið að kanna hvort meðhöndlun Trump á skjölum Hvíta hússins brjóti í bága við alríkislög.

Óvíst er hvað var í kössunum en voru sumir þeirra merktir „trúnaðarupplýsingar um þjóðaröryggi‘‘.  Trump sagði aðgerðina vera „myrka tíma fyrir þjóðina“ og væri hvorki nauðsynleg né viðeigandi. Lögfræðingur Trump ,Christina Bobb,  sagðist hafa verið viðstödd meðan á leitinni stóð. Í viðtali við NBC News sagði hún að hald hefði verið lagt á örfá blöð. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -