Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Írsk Evrópuþingskona kallaði Joe Biden „slátrara“: „Forfeður þínir afneita þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Írska Evrópuþingkonan Clare Daly kallaði Bandaríkjaforseta „slátrara“ í magnþrunginni ræðu á þinginu í gær.

Clare Daly hélt ræðu á Evrópuþinginu í gær þar sem hún sagði að þar sem Ísrael er að tapa fyrir dómi almennings, séu yfirvöld að gera örvæntingarfullar tilraunir til að auka átökin og koma þannig Bandaríkjunum í stríð við nágrannalönd á borð við Líbanon. „Allt með blessun og efnislegum stuðningi #ButcherBiden, forseta Bandaríkjanna sem heldur fram írskum uppruna. Haltu landinu okkar úr munni þínum. Forfeður þínir afneita þér.“

Hér má sjá hernaðarlegan stuðning Bandaríkjanna til Ísrael í gegnum áratugina en stuðningurinn hefur stóraukist að undanförnu, með auknum árásum. Að minnsta kosti 24,447 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraela, frá 7. október, þar af að minnsta kosti 9.695 börn.

Brot úr hinni mögnuðu ræðu má horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -