Írska Evrópuþingkonan Clare Daly kallaði Bandaríkjaforseta „slátrara“ í magnþrunginni ræðu á þinginu í gær.
Clare Daly hélt ræðu á Evrópuþinginu í gær þar sem hún sagði að þar sem Ísrael er að tapa fyrir dómi almennings, séu yfirvöld að gera örvæntingarfullar tilraunir til að auka átökin og koma þannig Bandaríkjunum í stríð við nágrannalönd á borð við Líbanon. „Allt með blessun og efnislegum stuðningi #ButcherBiden, forseta Bandaríkjanna sem heldur fram írskum uppruna. Haltu landinu okkar úr munni þínum. Forfeður þínir afneita þér.“
Hér má sjá hernaðarlegan stuðning Bandaríkjanna til Ísrael í gegnum áratugina en stuðningurinn hefur stóraukist að undanförnu, með auknum árásum. Að minnsta kosti 24,447 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraela, frá 7. október, þar af að minnsta kosti 9.695 börn.
Brot úr hinni mögnuðu ræðu má horfa á hér fyrir neðan:
As Israel loses in the court of public opinion, we see desperate attempts to widen the conflict. All with the blessing and material support of the #ButcherBiden, a US President who claims Irish descent. Keep our country out of your mouth, @JoeBiden. Your ancestors disown you. pic.twitter.com/OmTjmUWAI8
— Clare Daly (@ClareDalyMEP) January 16, 2024