Thomas Goul, þingmaður írska flokksins Sin Fein, hélt tilfinningaþrungna ræðu vegna þess hryllings sem heimsbyggðin horfir upp á frá Gaza um þessar mundir. Sagðist Goul vona að Benjamin Netanyahu muni „brenna í helvíti“ þegar hans tími kemur.
Ræðuna hélt Goul stuttu eftir fréttir af hrottafenginni árás Ísraelshers á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah-borg á Gaza á dögunum en þar létust hátt í fimmtíu manns en mörg þeirra voru brennd til bana. Í einu myndbandi sem barst eftir árásina, sést maður halda á brenndu og höfuðlausu barni sínu en á það myndband minnist þingmaðurinn írski.
„Myndböndin og ljósmyndirnar sem koma þaðan og þú heyrir öskrin í fólkinu. Öskrandi af því að ísraelsk yfirvöld brenndu menn, konur og börn lifandi, brenndu þau lifandi. Og heimurinn horfir á á meðan 15.000 börnum er slátrað. 35.000 menn, konur og börn. Og þetta er ótrúlegt, þetta þjóðarmorð sem er að gerast,“ sagði Goul sem átti erfitt með tilfinningar sínar. Seinna í ræðunni sagði hann um Netanyahu: „Ég vona að Benjamin Netanyahu brenni í helvíti. Ég vona að þegar kæri Guð ákveður loks að tími hans sé kominn, að hann brenni í helvíti fyrir það sem hann hefur gert. Því það sem er að gerast núna er ekki einungis aðskilnaðarstefna, voðaverk og stríðsglæpur, heldur er þetta bara hrottalegt.“
Hér má sjá hina tilfinningaþrungnu ræðu:
View this post on Instagram