Veiran H5N1 fannst í dauðum ísbirni í norðurhluta Alaska í desember síðastliðnum. Yfirvöld í Alaska hafa staðfest að veiran hafi dregið björninn til dauða en talið er líklegt að hann hafi smitast með því að éta dauða fugla sem voru smitaðir. Milljónir fugla og þúsundir spendýra hafa drepist af veirunni síðustu tvö árin en ekki þykir ólíklegt að fleiri bjarndýr muni drepast á svæðinu.
H5N1 hefur fundist í refum, örnum og öðrum bjarnategundum á síðustu mánuðum en sagði Diana Bell, prófessor emeritus við University of Anglia, sjúkdóminn ekki lengur aðeins fuglasjúkdóm. Hann sé hættulegur dýrum og geti valið gríðarlegum umhverfishörmungum.