Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ísland kaus með áskorun um mannúðarvopnahlé á Gaza í kvöld – Ekki bindandi afgreiðsla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kvöld samþykkti Alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, með yfirgnæfandi meirihluta áskorun um mannúðarvopnahlé á Gaza.

Samkvæmt frétt RÚV er textinn sem samþykktur var, að mestu sá sami og Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn í öryggisráðinu síðastliðinn föstudag, en þarvar mannúðarvopnahlés krafist án tafar.

Alls greiddu 153 þjóðir atkvæði með tillögunni, 23 sátu hjá og tíu greiddu á móti en þar voru Bandaríkin meðal þjóða, sem og Ísrael og Austurríki. Meðal þjóða sem sátu hjá voru Úkraína og Bretland. Ísland, sem sat hjá þegar kosið var um það sama í lok október, greiddi í þetta skipti atkvæði með tillögunni.
Að minnsta kosti 18.000 manns hefur verið drepinn á Gaza frá 7. október, þar af hátt í 8.000 börn. Þá blasir gríðarleg eyðilegging við á Gaza en meira en 305.000 heimili hafa verið skemmd eða eyðilögð, sem og 339 kennsluhúsnæði og 167 bænahús. Þá eru aðeins 9 spítalar nothæfir af 35 á Gaza.

Afgreiðslan er ekki bindandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -