Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Íslandsvinur þungt haldinn í Moskvu eftir dularfullt höfuðhögg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn besti skákmaður sögunnar, Anatoly Karpov liggur þungt haldinn á spítala í Moskvu eftir að hafa fengið höfuðáverka eftir fall. Hann hafði rétt áður kallað eftir því að stríð Pútíns yrði stöðvað.

Anatoly er margfaldur heimsmeistari í skák

Karpov, sem starfar sem þingmaður hefur undanfarið kallað eftir því að stríð Pútíns í Úkraínu verði stöðvað. Hann liggur nú í dái á spítala í Moskvu-borg með alvarlega höfuðáverka en fregnir herma að á hann hafi verið ráðist við þinghúsið og hann hafi meiðst vegna „óheppilegs falls“.

Hinn 71 árs Anatoly Karpov var á áttunda áratug síðustu aldar einn allra besti skákmaður heims en hann var margfaldur heimsmeistari. Árið 2011 heimsótti Karpov Ísland þar sem hann var gestur Taflfélags Reykjavíkur. Telfdi hann meðal annars sýniskák við Friðrik Ólafsson stórmeistara og fjöltefli í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá studdi Ísland Karpov þegar hann bauð sig fram til forseta FIDA árið 2010.

Eftir að hann lagði hrókinn í skúffuna, snéri hann sér góðgerðamálum og stjórnmálum. Er Karpov þekktur sem mikill hollustumaður Pútíns en hefur þó kallað eftir því að stríðinu í Úkraínu hætti „svo friðsamlegt fólk hætti að deyja.“ Er hann enn einn úr röðum elítu Rússlands til að hljóta skjótan dauða eða alvarleg meiðsl frá því að stríðið byrjaði.

Sjá einnig: Rússneskir ólígarkar í útrýmingarhættu – Yfirferð

Samkvæmt Daily Mail er hann nú á taugadeild hinnar frægu Sklifosovsky stofnunar þar sem honum er haldið sofandi vegna alvarleika meiðsla hans. Talið er að Karpov hafi hlotið meiðslin einhvern tíma á laugardagsnótt. Nákvæmlega hvenær og hvernig hann slasaðist er enn á huldu. Andrey Kovaley, aðalmaður Hreyfingu rússneskra frumkvöðla, segir Karpov hafa verið sleginn í höfuðið á leið sinni út af þinghúsinu í Moskvu. Sagði hann ennfremur að háls þingmannsins hefði brákast og höfuðmeiðsl eftir að hafa verið barinn í hausinn af óþekktum árásarmönnum en hann fannst meðvitundarlaus.

- Auglýsing -

Talsmaður Skáksambands Rússlands, Kirill Zangalis segir fregnir af barsmíðum séu „gervifréttir e. fake news.“ Þá neitar Sofia, dóttir Karpovs, þeim fregnum einnig.

Aðrir hafa sagt hann hafa dottið óheppilega og jafnvel verið drukkinn þegar slysið varð.

Í viðtali við sjónvarpsstöð í Kazakhstan sagði Karpov að hann vonaði að stríðið myndi hætta fljótt. Bætti hann við: „Þegar allt er á botninn er hvolft, þá er það venjulegt fólk sem er fórnarlömbin. Venjulegt fólk berst, stjórnmálamenn og ofurstar ákveða en venjulegt fólk berst. Borgarar deyja. Ég er ekki einu sinni að tala um hermenn og herforingja. Nei, ég gat aldrei ímyndað mér að Rússar og Úkraínumenn færu í stríð. Ég á marga vini í Úkraínu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -