Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Íslendingur í New York segir ástandið betra í dag: „Maður fann að þetta voru ekki eðlileg loftgæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslendingur sem staddur er í New York borg segir að sú gríðarlega mengun sem lág yfir borginni síðustu daga vegna skógarelda í Kanada, hafa vakið hann enn meira til umhugsunar um hnýnun jarðar.

Davíð Már Kristinsson, handboltaþjálfari er staddur á ferðalagi í Stóra eplinu, New York en borgin hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga vegna gríðarlegrar mengunar sem stafar af miklum skógareldum í Kanada.

Davíð Már íbygginn á svip.
Ljósmynd: Aðsend

Davíð segir í samtali við Mannlíf að mengunin hafi haft talsverð áhrif á ferð hans til borgarinnar þó allt sé nú að komast í eðlileg horf.

„Ég kom seint á þriðjudagskvöldið. Leigubílstjórinn tilkynnti okkur um leið hvað hafði gerst og hvað væri í gangi. Ástandið var slæmt á miðvikudag, örlítið skárra á fimmtudag en í dag föstudag er eiginlega allt að verða eðlilegt á ný.“

Aðspurður hvort mengunin hafi haft mikil líkamleg áhrif á hann kvað hann ekki svo vera en ferðin breyttist aðeins.

„Þetta hefur ekki haft nein áhrif nema þannig lagað nema að maður fann að þetta voru ekki eðlileg loftgæði og það er aldrei gott. Þannig að við þurftum að hnika til útsýnistúrum af augljósum ástæðum.“

- Auglýsing -

Segir Davíð að gömlu góðu grímurnar hafi komið vel að notum. „Fólk var hvatt til að vera innandyra en það var ekki að láta þetta áhrif á sig. Margir tóku þó upp grímurnar.“

En hvernig varð Davíð um þegar mengunin frá skógareldunum blasti við honum?

„Þetta vakti mann bara enn meira til umhugsunar um hlýnun jarðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -