Daníel Gunnarsson, 23 ára Íslendingur, á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að kviðdómur í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um morð og limlestingu á líki. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Kern í Bakersfield í síðustu viku en Aol fjallaði um málið í gær. Daníel flutti með móður sinni, sem er af tékkneskum uppruna, til Kaliforníu fyrir nokkrum árum en faðir Daníels er íslenskur.
Réttarhöldin hófust í júlí en Daníel er ákærður fyrir að hafa banað bekkjarsystur sinni, 21 árs gömlu Katie Pham, á hrottalegan hátt. Að sögn erlendra miðla höfðu Katie og Daníel átt í stuttu ástarsambandi áður en framdi morðið en saksóknari í málinu hefur lýst glæp Daníels „viðbjóðslegum“. Bætti hann við að nauðsynlegt væri að refsa fyrir ofbeldisverk með viðeigandi hætti, til að tryggja réttlæti og stuðla að öryggi almennings. Daníel á, eins og fyrr segir, yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en dómur verður kveðinn upp þann 25.október næstkomandi.