Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Íslensk kona þungt haldin eftir hnífaárás í Lundi – Hinum grunaða sleppt í gær

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk kona var flutt alvarlega særð á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á heimili í Lundi, Svíþjóð, á laugardaginn. Skömmu eftir árásina var maður tengdur konunni handtekinn á hverfishátíð í nágrenninu en sleppt í gærkvöldi.

Vísir segir að Joakim Nyberg, hjá sænsku lögreglunni staðfesti það við fréttastofu að konan sé íslensk og um fimmtugt.

Kemur fram í frétt SVT að lögreglunni hafi borist tilkynning um árásina um klukkan 15:20 að staðartíma á laugardaginn. Er lögreglan kom á vettvang var konan alvarlega særð og blæddi mikið úr henni. Vitni sögðust hafa heyrt hávær óp frá heimilinu áður en lögreglu og sjúkralið mætti á vettvang.

Lögreglan handtók 45 ára karlmann á hverfishátíð í hverfinu Östra Torn, stuttu eftir árásina en hann þekkti konuna. „Ég get ekki greint nánar um tengslin á milli þeirra,“ segir Rickard Lundqvist, talsmaður lögreglu, í samtali við SVT.

Neitaði maðurinn sök í málinu en hann er grunaður um tilraun til manndráps.

Josefin Sävlund saksóknari segir að eftir forrannsókn á málinu hafi verið ákveðið að krefjast ekki áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum og var honum sleppt síðsdegist í gær.

- Auglýsing -

Samkvæmt Sävlund komu fram upplýsingar við rannsóknina, sem leiddu til þess að ekki þótti rétt að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum. Hann sé þó enn grunaður um brot sem tilgreint sé sem tilraun til manndráps. Eins og málin standa nú, er enginn annar grunaður um tengingar við árásina, að því að fram kemur í frétt SVT.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -