Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) hefur meinað Ísraelum að keppa á heimsmeistaramótum sínum, af öryggisástæðum.
Fram kemur í frétt Al Jazeera að IIHF hafi „IIHF „hefur ákveðið að takmarka þátttöku ísraelska landsliðsins í IIHF meistaramótum þar til hægt er að tryggja öryggi og vellíðan allra þátttakenda [þar á meðal ísraelska þátttakenda].“
„Ráð IIHF tók þessa ákvörðun eftir vandlega íhugun og byggði á áhættumati, viðræðum við þátttökulöndin og viðræðum við gestgjafana,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins.
Hvergi kom fram hvort annað land hafi mótmælt því að leika gegn Ísrael í tilkynningunni og hvergi var minnst á yfirstandandi stríð á Gaza. Ísrael verður áfram útilokað frá þátttöku „í bili,“ sagði í tilkynningu IIHF.
IIHF notaði svipað orðalag um „öryggismál“, til að rökstyðja ákvörðun sína á síðasta ári, um að útiloka Rússland og Belarús frá keppnum sambandsins, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.