Föstudagur 28. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ísraelar hættu við að senda krabbameinssjúkan fanga heim: „Pabbi, ég er að deyja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Réttindasamtök fanga segja að Mohammad Khdairat, sem er með eitilfrumukrabbamein, hafi átt að vera látinn laus í dag þegar ísraelsk yfirvöld settu hann skyndilega í stjórnsýslu-farbann – án dóms og laga.

Framkvæmdastjórn fangamála og samtök palestínskra fanga segja að hinn 21 árs gamli Mohammad, frá Thaherya, nálægt Hebron, verði áfram í haldi Ísraela til 30. nóvember, jafnvel þó að ísraelskur herdómstóll hafi gefið út fyrirskipun um lausn hans gegn tryggingu.

„Fjölskylda hans mætti í dag til að koma honum heim en þeir urðu fyrir sjokki vegna hins handahófskennda gæsluvarðhaldsúrskurðs,“ segja samtökin.

„[Þetta] er glæpur með þann ásetning að drepa. Þetta hefur komið fyrir fjöldi sjúka fanga – sérstaklega þá sem eru með krabbamein – á kerfisbundinn hátt.

Khdairat var handtekinn 1. júní fyrir meinta hvatningu til glæpa. Hann hefur ekki fengið neina meðferð meðan hann sat í fangelsi og hefur ekki mátt taka lyfin sín síðan.

Khdairat ávarpaði föður sinn á myndbandsfundi í síðustu viku: „Pabbi, ég er að deyja,“ sagði hann.

- Auglýsing -

Mannréttindasamtökin sögðu að að minnsta kosti 30 fangar í ísraelskum fangelsum væru með krabbamein.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -