Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Ísraelar hafa brotið 266 sinnum á vopnahléssamkomulaginu – Minnst 132 Palestínumenn drepnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelar hafa brotið vopnahléssamkomulagið við Hamas 266 sinnum, frá því að það tók gildi.

Palestínskir heimildarmenn innan ​​öryggisgeirans hafa sagt Al Jazeera að þeir hafi skráð 266 brot á vopnahléssamkomulaginu síðan það tók gildi á Gaza-svæðinu 19. janúar.

Þessi brot hafa leitt til dauða að minnsta kosti 132 Palestínumanna, þar af 26 sem létust síðar af sárum sínum. Meira en 900 manns slösuðust af völdum skotárása Ísraelshers og árása á Gaza. Flest brotin áttu sér stað í miðhluta Gaza, með 110 atvikum, síðan 54 í Rafah, 49 í Gaza-borg, 19 í Khan Younis og 13 á norðurhluta Gaza-svæðisins.

Í gegnum vopnahléið hafa ísraelskir leiðtogar verið að ræða möguleikann á yfirvofandi áframhaldi á stríðsrekstri sínum, þar sem hægriöfgaráðherrar í ríkisstjórn Netanyahus hafa þrýst á um hernám á svæðinu.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -