Heilbrigðisráðherra Palestínu segir fjölmiðla á Gaza segja að ísraelskar jarðýtur hafi kramið særða Palestínumenn, sjúklinga og fólk á flótta, við Kamal Adwan sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza.
Dr. Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu segir fréttamiðla skrifa um enn einn hrottalegan atburð á Gaza. Vitni segja að ísraelskar jarðýtur hafi jarðað flóttafólk sem höfðust við í tjöldum fyrir utan Kamal Adwan sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza, lifandi ásamt sjúklingum á sjúkrahúsinu sem voru í þeim hluta sjúkrahússins sem jarðýturnar jöfnuðu við jörðu.
Fréttamaður Al Jazeera, Anas Al-Sharif tók myndskeið af vettvanginum eftir að ísraelski herinn hafði yfirgefið svæðið og sagði að „fnykurinn af dauða var ólýsanlegur“ á svæðinu.
Samkvæmt vitnisburðum frá meðal annars læknum og fjölmiðlamönnum, „jörðuðu ísraelskar hersveitir fólk lifandi við spítalann“.
„Það verður að rannsaka þessar fréttir strax,“ sagði al-Kaila í yfirlýsingu.