Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ísraelar sagðir hafa grafið særða Palestínumenn lifandi: „Fnykurinn af dauða var ólýsanlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðherra Palestínu segir fjölmiðla á Gaza segja að ísraelskar jarðýtur hafi kramið særða Palestínumenn, sjúklinga og fólk á flótta, við Kamal Adwan sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza.

Dr. Mai al-Kaila, heilbrigðisráðherra Palestínu segir fréttamiðla skrifa um enn einn hrottalegan atburð á Gaza. Vitni segja að ísraelskar jarðýtur hafi jarðað flóttafólk sem höfðust við í tjöldum fyrir utan Kamal Adwan sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza, lifandi ásamt sjúklingum á sjúkrahúsinu sem voru í þeim hluta sjúkrahússins sem jarðýturnar jöfnuðu við jörðu.

Fréttamaður Al Jazeera, Anas Al-Sharif tók myndskeið af vettvanginum eftir að ísraelski herinn hafði yfirgefið svæðið og sagði að „fnykurinn af dauða var ólýsanlegur“ á svæðinu.

Samkvæmt vitnisburðum frá meðal annars læknum og fjölmiðlamönnum, „jörðuðu ísraelskar hersveitir fólk lifandi við spítalann“.

„Það verður að rannsaka þessar fréttir strax,“ sagði al-Kaila í yfirlýsingu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -