Ísraelsher gerði sér lítið fyrir í dag og drápu 38 manns, þar af 14 börn.
Al Jazeera segir frá því að gríðarleg eyðileggings sé í borginni Khan Younis á Gaza eftir að Ísraelsher gerði gegndarlausar áráris, þar sem 38 voru drepnir, þar af 14 börn. Af þeim voru 13 barnanna úr sömu fjölskyldu.
Fjölmörg lík eru við Nasser-sjúkrahúsið samkvæmt heilbrigðisstarfsmönnum sem Al Jazeera ræddi við. Þar eru einnig hópur sem er að kveðja ástvini sína í síðasta skipti. Vitni sem fjölmiðillinn ræddi við segja Ísraela ekki hafa gefið út nokkrar viðvaranir áður en árásirnar hófust og sögðu aukreitis að skotmörkin hafi verið borgaraleg.
Sprengdu flóttaleið til Sýrlands
Þá bárust þær fréttir einnig í dag að Ísraelsher hafi í nótt sprengt aðal veginn sem flóttafólk frá Líbanon hefur notast við til að flýja yfir til Sýrlands undan sprengjuregni Ísraela, sem gerir fólkinu mun erfiðara en ella að komast þangað.
Rændu 18 ára fjölmiðlamanni af sjúkrahúsi
Samkvæmt Al Jazeera réðust ísraelskir hermenn inn á Kamal Adwan-sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza í morgun og rændu 18 ára palestínskum aðgerðarsinnanum, samfélagsmiðlastjörnunni og fjölmiðlastarfsmanninum Abdul Rahman „Aboud“ Battah.
Abdul Rahman “Aboud” Battah.
Ramy Abdu, forstjóri Euro-Med Human Rights Monitor-hjálparsamtakanna, sagði í færslu á X-inu að ísraelska herinn hafi farið illa með unglinginn, sem er með 3,5 milljónir fylgjenda á Instagram, og farið með hann á óþekktan stað.
Þrír blaðamenn myrtir
Fregnum af ódæðisverkum Ísraelhers eru síður en svo upptaldar og er listinn ekki tæmandi, en Al Jazeera segir frá því að þrír blaðamenn hafi verið drepnir í suðurhluta Líbanon í sprengjuárás Ísraelshers.
Fleiri blaðamenn hafa verið drepnir af ísraelska hernum í árásum hans á Palestínumenn og Líbana síðastliðið ár en í nokkru öðru stríði í nútímasögunni.
Frá og með gærdeginum, 24. október sýndu bráðabirgðarannsóknir nefndarinnar um vernd blaðamanna (CPJ) í New York að að minnsta kosti 128 blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn séu meðal þeirra meira en tugþúsunda sem fallið hafa á Gaza, hernamda Vesturbakkanum og Líbanon síðan stríðið hófst.
Þetta gerir það að banvænasta tímabili blaðamanna síðan CPJ hóf að safna gögnum árið 1992. Til samanburðar voru 69 blaðamenn drepnir í seinni heimstyrjöldinni og 63 í Víetnamstríðinu.
Raunverulegur fjöldi drepinna blaðamanna er líklega hærri, þar sem yfirvöld á Gaza segja að að minnsta kosti 175 hafi verið drepnir og fleiri orðið fyrir árásum fyrir að sinna starfi sínu.