Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ísraelsher sakaður um að skjóta á hungraða Gaza-búa: „Algerlega óviðunandi blóðbað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirmaður Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til óháðrar rannsóknar á dauða meira en 100 Palestínumanna á meðan hjálpargögn voru send á Gaza.

Að minnta kosti 117 dóu í skotárás Ísraelshers í gærkvöldi, á hóp hungraðra Gaza-búa sem safnast hafði saman við vörubíla sem fluttu þeim mat. Um 760 særðust.

António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi atvikið og sagði „örvæntingarfulla almenna borgara“ þurfa á brýnni aðstoð að halda. Kemur þetta fram í frétt BBC um málið.

Yfirvöld Hamas saka Ísraela um að hafa skotið á borgarana en Ísraelsher segir að flestir hafi látist þegar hjálparflutningsbílarnir keyrðu yfir þá eftir að herinn skaut viðvörunarskotum.

Í gær jókst alþjóðleg gagnrýni á Ísrael þegar Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði að óbreyttir borgarar hefðu verið „skotmörk ísraelskra hermanna“ í gær.

Josep Borell, utanríkismálastjóri ESB, lýsti atvikinu sem „algerlega óviðunandi blóðbaði“.

Í viðbrögðum við atvikinu skrifaði Guterres á samfélagsmiðla: „Ég fordæmi atvik fimmtudagsins á Gaza þar sem meira en 100 manns eru sagði hafa verið drepnir eða særðir þegar þeir leituðu eftir björgunaraðstoð. Örvæntingarfullir borgarar á Gaza þurfa á brýnni aðstoð að halda, þar á meðal þeir í norðri þar sem SÞ hafa ekki getað veitt aðstoð í meira en viku.“

- Auglýsing -
Heilbrigðisráðherra Hamas-stjórnarinnar kallar atvikið „fjöldamorð“.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skipulagði neyðarfund fyrir lokuðum dyrum til að ræða atvikið, þar sem Alsír, arabískur fulltrúi stofnunarinnar, lagði fram drög að yfirlýsingu þar sem ísraelska herinn var sakaður um að hafa „opnað skothríð“.

Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins studdu tillöguna, en Bandaríkin beitti neitunarvaldi, að sögn AP-fréttastofunnar og vitnaði í Riyad Mansour, sendiherra Palestínumanna, sem ræddi við fréttamenn í kjölfarið. Bandaríski sendiherrann Robert Wood sagði staðreyndir atviksins enn óljósar.

Atvikið átti sér stað skömmu eftir 02:45 í gærnótt við Nabulsi hringtorgið, á suðvesturbrún Gazaborgar. Þrjátíu hjálparflutningsbílar frá Egyptalandi voru á leið norður eftir því sem her Ísraels lýsti sem „mannúðargangi“ sem það sagði að hersveitir þeirra hefðu tryggt.

- Auglýsing -

Daniel Hagari, aðaltalsmaður Ísraelshers, sagði að almennir borgarar hefðu umkringt bílalestina og fólk hafi byrjað að klifra upp á vörubílana.

„Sumir byrjuðu með ofbeldi að ýta og jafnvel troða aðra Gazabúa til bana og rændu mannúðarbirgðum,“ sagði hann. „Hið óheppilega atvik leiddi til þess að tugir Gazabúa létust og særðust.

Læknir sem Al Jazeera ræddi við sagðist hafa fengið særða og dauða á sjúkrahúsið þar sem hann starfar við erfiðar aðstæður, með skotsár eftir byssur og flygildi. Vitni segja það sama.

Hér má sjá umfjöllun BBC um málið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -