Gervihnattamyndir sýna umtalsverða viðveru ísraelska hersins, þar á meðal hermenn og farartæki, nálægt bækistöð írskra friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Maroun al-Ras, í suðurhluta Líbanon.
Myndir sýna 40 herbíla staðsetta umhverfis höfuðstöðvar friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í bænum. Á svæðinu hefur verið lagður vegur til að auðvelda hreyfingu auk þess sem jarðýtum hefur verið beitt nálægt bækistöð SÞ.
Friðargæsluliðar gerðu SÞ viðvart eftir að ísraelski herinn kom á vettvang nálægt bækistöð þeirra suðaustur af Maroun al-Ras á líbönsku yfirráðasvæði. Ísraelskar hersveitir komu sér fyrir á við vegkanta aðeins nokkrum metrum frá bækistöð írskra friðargæsluliða.
Friðargæsluliðar SÞ í Líbíu sendu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að það væri óásættanleg að öryggi friðargæsluliða SÞ sé skert á meðan þeir sinna skyldum sínum fyrir öryggisráð SÞ.
Írskir stjórnmálamenn hafa verið afar gagnrýnir á árásir Ísraela á Gaza síðastliðið árið.
Hér má sjá umfjöllun Al Jazeera um málið: