Sérsveitarmenn Ísraelshers, dulbúnir sem læknar, skutu þrjá Palestínumenn til bana á sjúkrahúsi á Vesturbakkanum.
Myndband úr öryggismyndavél Ibn Sina-sjúkrahússins í Jenin á Vesturbakkanum, hefur verið í mikilli dreifingu á netinu undanfarið en þar sjást sérsveitarmenn, sumir klæddir sem læknar, æða um gang sjúkrahússins með alvæpni um hánótt. Að sögn hersins voru mennirnir sem drepnir voru, að skipuleggja hryðjuverkaárás, samkvæmt frétt Al Jazeera..
Hamas-samtökin segja sjúkrahúsmorðin „áframhaldandi glæpi hernámshersins gegn okkar fólki frá Gaza til Jenin.“
Fjöldi Palestínumanna hefur verið drepinn í árásum Ísraelshers á heimili í Sabra og Tuffah-hverfunum í Gaza-borg, samkvæmt Wafa-fréttastofunni.
Sjá má myndbandið hér fyrir neðan: