Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Ísraelskur þingmaður húðskammar starfsbræður sína: „Hvenær varð Gyðinga-DNA ykkar svo sjúkt?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelski þingmaður gagnrýndi á dögunum harkalega fullyrðingar þingmanna um að börn Gaza séu hryðjuverkamenn.

Þingmaðurinn og Rabbíninn Gilad Kariv húðskammaði félaga sína á ísraelska þingsins fyrir ómannúðlega meðferð þeirra á Palestínumönnum á Gaza. Með því að leggja áherslu á fullyrðingar sínar um að engir Palestínumenn á hernumdu svæðunum séu saklausir, ekki einu sinni nýfædd börn, sagði Kariv að þeir væru að sverta Torah [mikilvægasta rit í Gyðingdómi] og grunninn sem Ísrael var stofnað á. „Vitið þið hver talaði svona?“ spurði hann. „Versti hatursmaður Ísraels. Þetta voru orðin sem komu út úr þeim.“

Meðal þess sem Kariv sagði í skammarræðu sinni var: „Í hvaða hefð Gyðingdómsins lærðuð þið þá grimmd sem fær ykkur til að standa í pontu á þinginu og fullyrða að á meðal 2,3 milljón Palestínumanna, sé ekki ein einasta manneskja saklaus? Hvenær átti þessi trúarlega, þjóðlega og siðferðislega stökkbreyting sér stað í samfélagi ykkar? Hvenær varð Gyðinga- og landfræðilega DNA ykkar svo sjúkt að þingmenn standi hér og fullyrði að meðal 2,3 milljón manna, sé ekki ein saklaus manneskja? Er nýfætt barn ekki saklaust?“

Ræðan vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlunum en ekki eru allir sem hrósa Kariv, þar á meðal norski læknirinn og aðgerðarsinninn Mads Gilbert sem þykir hann koma of seint með þessar skammir en hann skrifaði við myndskeið af ræðunni á Instagram: „Of lítið, of seint“.

Hér má sjá skammarræðuna:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -