Ísraelski herinn skaut á hóp af fólki sem beið eftir mannúðaraðstoð við hringtorg í Gaza-borg í gær. Að minnsta kosti 20 létust í árásinni og 150 særðust.
Heilbrigðisráðuneyti Gaza segir að Ísraelar hafi skotið á hóp fólks sem beið eftir lífsnauðsynjum við hringtorg í Gaza-borg í gær en í árásinni hafi að minnsta kosti 20 látist og 150 særst. Segir ráðuneytið að skriðdrekadeild innan Ísraelska hersins hafi skotið sprengjum og byssukúlum á fólkið. Ísraelski herinn segist vera að skoða málið. Hundruðir þúsunda Palestínumanna standa nú frammi fyrir hungursneyð, ofan á allt annað.
„Við vorum bara að sækja okkur hveiti,“ sagði eitt fórnarlambið í örvinglun sinni í viðtali sem tekið var á sjúkrahúsi sem tók á móti fjölda særðra eftir árásina. Faðir drengs sem slasaðist var svo spurður hvers vegna hann hafi ætlað að ná sér í hveiti. „Til að fæða börnin, hvað annað?!“
Myndband frá árásinni í gær má sjá hér. Lesendur eru varaðir við myndefninu.
Tala látinna á Gaza er komin yfir 26.000 en 183 voru drepnir í árásum Ísraelhers síðastliðinn sólarhring. Að minnsta kosti 10.000 börn hafa verið drepin frá 7. október.