Íþróttakonan Laura Garcia-Caro vill eflaust gleyma Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem allra fyrst.
Hin spænska Garcia-Caro var að keppa í 20 kílómetra göngu fyrr í vikunni og var með öruggt forskot í þriðja sæti, eða svo hélt hún, og byrjaði að fagna innilega áður en hún lauk keppni. Líðan hennar breyttist hins vegar fljótt úr sælu í sorg þegar hún sá hina úkraínsku Lyudmila Olyanovska taka fram sér á allra síðustu metrunum og tryggði sér bronsverðlaun.
Aðdáendur íþróttarinnar telja þau að báðar ættu að hafa verið dæmdar úr leik en á lokametrum lyftu þær báðar báðum fótum samtímis upp frá jörðu en slíkt er skilgreint sem hlaup en það er stranglega bannað í slíkri keppni.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér