Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Jarðskjálfti skók New Jersey: „Þetta var óhugnanlegt!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálfti upp á 4,7 á ricter-skalanum reið yfir New Jersey og nágrenni um klukkan 14:23 í dag að íslenskum tíma en klukkan 10:23 ytra.

Sjaldgæft er að jörð skelfi á austurströnd Bandaríkjanna en jarðskjálftinn sem varð fyrir tæpri klukkustund, skók hluta New York borgar, Connecticut og New Jersey.

Upptök sjálftans voru í New Jersey, samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna en skjálftinn fannst norður að New Paltz í New York-fylki og suður að Delaware.

Samkvæmt frétt New York Post sagðist Kelly Shone, sem er tveggja bara móðir sem vinnur næturvinnu í Newark í Delaware sagðist hafa heyrt „örlitlar drunur“ þar sem hún lá upp í rúmi. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri eiginmaður minn að ganga þungum skrefum á neðri hæðinni,“ sagði hún við fjölmiðlinn.

Ekki er vitað að svo stöddur hversu miklar skemmdirnar eru af völdum skjálftans. „Teymið mitt er að meta áhrif og tjón sem kann að hafa átt sér stað og við munum upplýsa almenning um það í gegnum daginn,“ sagði Kathy Hochul, ríkisstjóri New York.“

„Guð minn góður! Ég hoppaði upp og leit út um gluggann. Þetta var óhugnanlegt!,“ sagði hin fimmtuga Traci Slade sem er tveggja barna móðir og starfsmaður hugbúnaðartrygginga sem fann vel fyrir skjálftanum heima hjá sér í Clifton í New Jersey.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -